Skilmálar
Ljósmyndari samþykkir að skila af sér þeim fjölda mynda sem um er samið og hvorki færri né fleiri Ef óskað er eftir fleiri myndum að loknum skilum á verkfeni, er hægt að panta þær gegn gjaldi.
Með tilliti til þjónustu ljósmyndara skal greiða 35% af heildarverði við staðfestingu á þjónustu. Skyldi viðskiptavinur hætta við bókun innan við viku frá settum tökudegi, verður sú upphæð ekki endurgreidd.
Eftistöðvar umsamiðs verðs á þjónustu skulu greiddar ekki síðar en á þeim degi sem afhending ljósmynda á sér stað.
Ljósmyndari mun afhenda myndir ekki síðar en 30 dögum eftir dagsetningu myndatöku. Viðskiptavinur skilur og samþykkir að óunnar myndir eru í eigu ljósmyndara og er óheimilt að birta þær.
Allar myndir eru afhentar til viðskiptavins með rétti til einkanota en ekki til opinberrar birtingar. Enginn birtingaréttur verður framseldur til viðskiptavins án leyfis frá ljósmyndara. Hægt er að kaupa birtingarétt hjá ljósmyndara.
Heimilt er að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum, en þá skal minnast á nafn ljósmyndara við birtingu.
Viðskiptavinur mun útvega öll nauðsynleg leyfi sem þarf á þeirri staðsetningu sem tökur fara fram. Ljósmyndari ber engar skyldur til að útvega leyfi frá lokuðum veislusölum, kirkjum, byggingum, eignum eða örðum staðsetningum sem leyfa ekki myndatökur. Viðskiptavinur skilur og samþykkir að ef því er ekki framfylgt og tökur eiga sér stað engu að síður, ber ljósmyndari ekki ábyrgð á greiðslu á sektum varðandi brot á leyfi.