top of page

Barnamyndataka

Börn eru full af undri, forvitni og einstakri gleði sem er bæði smitandi og veitir mikinn innblástur. Sem barnaljósmyndari sérhæfi ég mig i að fanga fallegan anda þeirra, leikgleði og persónuleika þeirra í gegnum linsuna mína. Með skapandi auga og þolimæða nálgun vinn ég með þér til að skapa safn ljósmynda sem fanga einstakan karakter barnsins þíns. Ég mun hjálpa þér að skapa safn ljósmynda sem verða þér dýrmæt um öll ókomin ár sem innihalda allt frá leyndum augnablikum hláturs og leiks til uppstilltra ramma í formi portretts. 

Ég sérhæfi mig í fagmennsku, sköpunargáfu og gæðum og þú getur treyt því að ég mun skila þér safni af ljósmyndum sem fanga anda barns þíns fullkomlega. 

Sem foreldrar þá vitum við að tímin flýgur á fyrstu árum barna okkar. Þess vegna er ég hér til að fanga töfra bernskunnar með faglegri og persónulegri myndatöku. 

Ég legg áhreslu á að fagna hinn einstaka persónuleika barnsins í formi leik og gleði. Einnig legg ég mikla áherslu á velliðan barnsins á meðan á tökutíma stendur. 

Barnamyndataka getur farið fram í þægindum ykkar eigins heimilis, úti eða í studio - allt eftir því hvaða tilfinningu þið viljið fá fram í myndatökunni. Mælt er með að ráðfæra sig við ljósmyndara um hver kosturinn hentar best ykkar persónulegu þörfum.  Myndatakan getur tekið frá klukkustund til 4 tíma, oft er erfitt að vera fyrir framan myndavél þegar heimurinn er stór og margt meira spennandi. Þess vegna legg ég meiri áherslu á leik hjá börnunum og að ná þeim inn á milli í ljósmynd. Studio mitt er vel búið af leikföngum en einnig er gott að taka með einhver uppáhalds leikföng að heiman ef takan fer ekki fram innan heimilisins. 

Þessar stundir er fljótar að hverfa og þess vegna ómetanlegt að eiga þær í eilífðarformi ljósmynda. Sköpum minningar saman.  

Smelltu hér til að sjá myndir úr barnamyndatöku

Smelltu hér til að bóka

bottom of page